Gjörn­inga­þoka

Gjörningaþoka

Gjörningaþoka

Hafnarhús

-

Hafnarhúsið er undirlagt af gjörningalist með listahátíðinni Gjörningaþoka sem fer fram dagana 10.-13. mars 2022. Listformið á sér langa og merka sögu og stendur um þessar mundir í miklum blóma.

Dagskráin endurspeglar þetta með því að samtvinna flutning gjörninga eftir unga listamenn sem eru að prófa sig áfram með formið og eftir eldri og reyndari listamenn sem hafa mótað sinn sérstaka stíl, aðferðir og viðfangsefni.

Samhliða hátíðinni fer fram viðamikil ráðstefna ber yfirskriftina Þokuslæðingur þar sem sjónum er einkum beint að eðli listformsins og faglegu hlutverki liststofnanna þegar kemur að gjörningalist. Framsögumenn koma úr röðum myndlistarmanna, fræðimanna og sérfræðinga á sviði varðveislu og skráningu, m.a.  frá Listaháskóla Íslands og Nýlistasafninu. Ráðstefnan er haldin er í samstarfi við Rannsóknarsetur í safnafræðum við Háskóla Íslands.

Þátttakendur
Ásrún Magnúsdóttir
Ásta Fanney Sigurðardóttir
Bergþóra Snæbjörnsdóttir
Curver
Egill Sæbjörnsson
Gjörningaklúbburinn: Eirún Sigurðardóttir & Jóní Jónsdóttir
The Post Performance Blues Band
Ilmur Stefánsdóttir
Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir
Kolbeinn Hugi Höskuldsson
Leikhús listamanna
Margrét Bjarnadóttir
Ólafur Ásgeirsson
Ragnar Kjartansson
Rakel McMahon
Sigurður Ámundason
Örn Alexander Ámundason

Aðgöngumiði gildir sem hátíðarpassi..