10. mars 2022 - 10:00 til 16:00

Ráðstefna: Þokuslæðingur

Rúrí, Gullinn bíll, 1974. Gjörninginn flutti Rúrí á sýningunni "Höggmyndir á þjóðhátíðarári, útisýning Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík", á Lækjartorgi, árið 1974. Aðstoðarmenn við flutning: B. Gylfi Snorrason og óþekktir þátttakendur úr hópi áhorfanda. Ljósmynd: Ólafur Lárusson.
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Á ráðstefnunni Þokuslæðingi verður sjónum beint að gjörningum, eðli listformsins og faglegu hlutverki liststofnana þegar kemur að gjörningalist. Ráðstefnan er hluti af listahátíðinni Gjörningaþoku sem fer fram dagana 10.-13. mars í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Ráðstefnan fer fram á íslensku, fimmtudaginn 10. mars frá kl. 10-16.00.

Ráðstefnugjald er 3.500 kr.
Innifalið í ráðstefnugjaldi er kaffi yfir daginn og léttur hádegisverður.

Skráning HÉR

Gjörningalistin á sér langa og merka sögu og stendur um þessar mundir í miklum blóma. Söfn, listamenn, fræðimenn og aðrir sérfræðingar á alþjóðlegum vettvangi, hafa leitast við að dýpka þekkingu og skilning okkar á gjörningalistinni. Listformið er tímatengt í eðli sínu og því gjarnan litið svo á að gjörningaverk eigi ekki, eða geti ekki verið varðveitt með sama hætti og aðrir listmiðlar. Það viðhorf er víkjandi innan fagsins þar sem heldur eru dregnar fram spurningar um hvað og hvernig skuli varðveita gjörninga og aðra tímatengda miðla. Á ráðstefnunni verður rædd staða gjörningalistarinnar í íslensku safnafræðilegu samhengi. Tilgangurinn er meðal annars sá að greina hvað og hvernig stofnanir geti gert betur til að verðveita gjörningaverk og hvaða áhrif þau hefur haft á listasöguna.

Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Rannsóknarsetur í safnafræðum við Háskóla Ísland og koma fram fyrirlesarar úr röðum myndlistarmanna, fræðimanna og sérfræðinga á sviði varðveislu og skráningu.  

Dagskrá

10:00 - 10:10
Innskráning ráðstefnugesta.
10:10 - 10:20
Opnunarávarp. Ólöf K. Sigurðardóttir, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur. 
10:20 - 10:50
Líkami, samfélag, sviðsetning: um forsendur gjörninga myndlistarmanna í sögulegu tilliti. Hlynur Helgason, dósent í listfræði við Háskóla Íslands.
10:50 - 11:20
Brot úr arkívi Magnúsar Pálssonar. Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna, Listasafn Reykjavíkur.
11:20 - 11:50
Þannig týnist tíminn: varðveisla tímatengdrar myndlistar á Íslandi. Sigríður Regína Sigurþórsdóttir, doktorsnemi í safnafræði við Háskóla Íslands, f.h. Rannsóknarseturs í safnafræðum.

11:50 - 13:00
Hádegismatur (innifalinn í ráðstefnugjaldi)

13:00 - 13:30
Gjörningar Ragnars Kjartanssonar og áskoranir Listasafns Reykjavíkur. Markús Þór Andrésson, deildarstjóri sýninga og miðlunar, Listasafn Reykjavíkur.
13:30 - 14:00
Mót greina í gjörningalistinni. Erna Ómarsdóttir listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins.

14:00 - 14:20
Kaffihlé.

14:20 - 14:50
Frá „Gullnum bíl“ til „Tortíma“: gjörningar frá 1974–2018. Rúrí, myndlistamaður og brautryðjandi á sviði gjörningalistar á Íslandi.
14:50 - 15:20
Gjörningaarkíf Nýlistasafnsins. Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins.
15:20 - 16:00
Panelumræður. Ráðstefnuslit og léttar veitingar.

Fundarstjórn: Sigurjón B. Hafsteinsson, prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands.

Ljósmynd/Photo: Rúrí, Gullinn bíll, 1974. Gjörninginn flutti Rúrí á sýningunni "Höggmyndir á þjóðhátíðarári, útisýning Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík", á Lækjartorgi, árið 1974. Aðstoðarmenn við flutning: B. Gylfi Snorrason og óþekktir þátttakendur úr hópi áhorfanda. Ljósmynd: Ólafur Lárusson.

Verð viðburðar kr: 
3 500