D50 Klāvs Liepiņš & Renāte Feizaka: Víta­hringur

D50 Klāvs Liepiņš & Renate Feizaka

D50 Klāvs Liepiņš & Renāte Feizaka: Vítahringur

Hafnarhús

-

Í Vítahringnum veldur hringrásin stigmögnun. Ein athöfn kallar á aðra, aðra og hina sömu.

Gildir einu hvort um er að ræða menningarlegan vítahring, loftslagsvítahring eða persónulegan vítahring. Hér vekja listamennirnir Klāvs Liepiņš og Renāte Feizaka máls á hinu siðferðilega og andlega eftirliti sem er alltaf til staðar. Eftirlit í líkingu varðturns sem er ætlað að halda okkur í skefjum. Hvíti sýningarsalurinn hefur verið afvígður upphöfnum heilagleika sínum. Það glittir í bresti í valdakerfum sem standa á stoðum nýlenduvæðingar og kapítalisma; kerfum sem fullnýta, framleiða, hámarka og bjaga öll gildi. Brestirnir hleypa ljósinu inn. Sýningaröðin í D-sal hóf göngu sína árið 2007. Hér er listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni..

Samstarf Klāvs Liepiņš (f. 1991, Lettlandi) og Renāte Feizaka (f. 1987, Lettlandi) hófst 2019 með verkinu Traces of Red. Síðan hafa þau unnið saman að verkefnum ýmist í Lettlandi og á Íslandi. Þau eru bæði útskrifuð frá Listaháskóla Íslands; Klāvs með BA í samtímadansi 2018 og Renāte með BA í myndlist 2020. Listsköpun þeirra fer fram í gegnum skúlptúr, hreyfingu, gjörning, vídeóverk og innsetningar og þau skapa persónur, allt til þess að takast á við mikilvægar spurningar um samtíma okkar. Meðal viðfangsefna eru persónulegar sögur þeirra, sjálfsmynd, það að tilheyra, líkamleg arfleifð, lagskiptar þjóðfélagslegar kröfur og sú spenna sem ríkir í nútímalegu, kristnu samfélagi. Klāvs and Renāte voru tilnefnd til hvatningarverðlauna Íslensku myndlistarverðlaunanna 2022 fyrir sýninguna Eins og þú ert núna var ég einu sinni / Eins og ég er núna, svo munt þú verða í Nýlistasafninu 2021.

Sýningaröðin í D-sal hóf göngu sína árið 2007. Hér er listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni. Sýning Klāvs og Renāte er sú 50. í röðinni.

Myndir frá opnun

Ítarefni

Sýningarstjóri/-ar

Becky Forsythe