Veldu ár
D50 Klāvs Liepiņš & Renate Feizaka
Listamannatvíeykið Klāvs Liepiņš (f. 1991) og Renate Feizaka (f. 1987) vinna sameiginlega með hugmyndir um sjálfsmynd og einkenni. Í fyrri verkum hafa þau krufið erft minni sem sérkennir póst-sovésku kynslóðina, áhrif kirkjunnar á sjálfsskynjun og einstaklinginn innan verkamannastéttar og pólitísks samfélags með vídeó innsetningum og skúlptúrum. Klāvs lauk BA -námi í samtímadansi við Listaháskóla Íslands árið 2018 og Renate frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands 2020.
Sýningaröðin í D-sal hóf göngu sína árið 2007. Hér er listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.