Klāvs Liepiņš (f. 1991) hóf nám við lettneska lista- og menningarháskólann í Riga árið 2010. Hann flutti til Íslands árið 2012 þar sem hann lauk BA -gráðu í samtímadansi við Listaháskóla Íslands árið 2018. Eftir nám hefur hann unnið með listamönnum á borð við Sunnevu Ásu Weisshappel, Damien Rice, Helenu Jónsdóttir, Contact Gonzo og fleiri. Hann hefur meðal annars komið fram á Íslensku danshátíðinni Everybody‘s Spectacular, Survival Kit í Lettlandi, Homo Novus í Lettlandi, Ezera Skanas í Lettlandi og People Festival í Berlín, Þýskalandi. Hann vinnur sem listamaður hjá RVK Studios og er framkvæmdastjóri kvikmyndahátíðarinnar Physical Cinema Reykjavik. Í verkum sínum skoðar hann fáránleika hversdagsleikans, sjálfbærni, dans utan kóreógrafíu, kyn- og sjálfsmyndarmál í félagslegu og pólitísku samhengi. Klavs notast aðallega við gjörninga og vídeó í list sinni.
D50 Klāvs Liepiņš & Renāte Feizaka: Vítahringur
Skoða