Renāte Feizaka (f. 1987) vinnur fyrst og fremst með skúlptúr og vídeó. Hún er með BA -gráðu frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands, og hefur verið virkur þátttakandi í myndlistarsýningum á Íslandi, þar sem hún býr og starfar. Verk hennar spanna það sjálfsævisögulega og sögulega, ásamt því pólitíska, þá oft í margbreytilegu, tragí-kómísku pólitísku samhengi. Þó að hún finni oft innblástur í eigin reynslu, þá leitast hún í verkum sínum eftir að eyða greinarmuninum á milli hennar sjálfrar, sjálfsmyndarinnar sem hún gengst við dagsdaglega og áhorfandans. Þó að hún sé nánast alltaf sýnd sem flytjandi í verkum sínum reynir hún að fjarlægja sinn eigin persónuleika með því að skapa meðvitund um persónu sem er ekki til.
D50 Klāvs Liepiņš & Renāte Feizaka: Vítahringur
Skoða