Bókin Lífið er LEIKfimi er afrakstur yfirlitssýningar á verkum Arnar Inga Gíslasonar (1945-2017) í Listasafni Akureyrar í Janúar árið 2019.
Hönnun bókarinnar endurspeglar listamanninn, frá því að vera bankamaður í það að verða að listamanni. Hún er umvafin blaðgulli, tákn um birtu og það gildi sem við gefum frelsinu, sköpunarkraftinum. Í hvert sinn sem bókin er opnuð, fer sál Arnar Inga á flug!
Örn Ingi Gíslason (1945-2017) valdi óhefðbundna leið í listsköpun sinni. Hann var sjálfmenntaður listamaður og varð mikill áhrifavaldur sem kennari. Hann hélt margar einka- og samsýningar, þ.e. í Norræna húsinu Reykjavík, Kjarvalsstöðum, Hafnarborg og Gerðubergi.