Sýning á vinnu­stofu Jóhann­esar S. Kjar­vals

Sýning á vinnustofu Jóhannesar S. Kjarvals

Sýning á vinnustofu Jóhannesar S. Kjarvals

Kjarvalsstaðir

-

Vinnustofa Kjarvals ásamt málverkum og teikningum og verka í einkaeign. Nú gefst kostur á að sjá vinnustofu Kjarvals í Austurstræti 12 endurgerða. Fólk getur heimsótt stofu Kjarvals, en auðvitað vantar eitt og annað í þessari endursköpun.

Hún er samt forvitnileg. Þar svífur andi meistarans og kallar fram minningar og söknuð. En þótt Jóhannes Kjarval sé horfinn af sjónarsviðinu, lifir hann áfram sterkt og stöðugt í þeim verkum, sem á veggjunum eru. Hér hefur verið bjargað frá tortímingu einu furðuverki íslenskrar myndlistar, og miklar eru þær þakkir, sem þeir menn eiga, er unnið hafa það björgunarstarf af framsýni og þekkingu..