Stíllinn í list Ásmundar Sveins­sonar

Stíllinn í list Ásmundar Sveinssonar

Stíllinn í list Ásmundar Sveinssonar

Ásmundarsafn

-

Alla tíð hafa íslenskir listamenn verið opnir fyrir alþjóðlegum stefnum og straumum. Þeir hafa kunnað að tileinka sér ákveðnar myndgerðir og gert þær að sínum. Á þessari sýningu er ætlunin að gefa yfirlit yfir ólíkar myndgerðir í list Ásmundar Sveinssonar og draga fram þau sérkenni sem einkenna list hans.

Í listasögunni nálgast fræðimenn stílfræðina á ólíkum forsendum. Fornleifafræðingar nota hana einkum til að marka munum fortíðarinnar bás í tíma og rúmi út frá formum, mótífum, tækni og teikningu, án þess þó að huga um of að fagurfræðilegum eiginleikum. Fyrir listfræðinginn er stíllinn grundvallaratriði. Gagnrýnendur hafa leitast við að draga fram listamanninn sjálfan og lagt áherslu á ýmiss konar gildishugmyndir tengdar stílhugtakinu. Oft og iðulega hafði Ásmundur Sveinsson það á orði að hann gæti skipt um stíl líkt og ljóðskáldið um rím.

Það sýndi einfaldlega fram á tæknilega hæfileika listamannsins og kæmi engan veginn í veg fyrir persónulega tjáningu. Og víst er að þegar litið er yfir listrænan feril Ásmundar hljóta menn að undrast hinn formræna margbreytileika í verkum hans. Listasafn Reykjavíkur hefur gefið út listaverkabók um list Ásmundar Sveinssonar. Bókin er jafnframt sýningarskrá gerð í tilefni af opnun sýningarinnar Stíllinn í list Ásmundar Sveinssonar, Í bókinni er að finna grein um Stílinn í list Ásmundar Sveinssonar eftir Gunnar B. Kvaran forstöðumann Listasafns Reykjavíkur og fjölda mynda af verkum hans. Allur texti í bókinni er bæði á íslensku og ensku. Í bókinni er ætlunin að gefa yfirlit yfir ólíkar myndgerðir í list Ásmundar og draga fram þau sérkenni sm einkenna list hans..