Hafnarhús
-
Innsetningar og gjörningar eftir unga, íslenska listamenn sem fæddir eru eftir 1968. Sýningin markar upphaf nýrrar sýningarstefnu í Hafnarhúsinu sem miðar að því að kynna nýjustu stefnu og strauma í myndlist og gera tilraunir með ný tjáningarform. Titill sýningarinnar vísar til uppvaxtarskilyrða táninga við síðustu aldamót, en á þeim tíma skaut rótum neðanjarðar dansmenning undir heitinu "Pakkhús postulanna" eða reifmenningin svokallaða.
Á sýningunni leitast listamennirnir og aðstandendur sýningarinnar við að ná fram uppreisnaranda og þeim krafti sem fylgdi reifinu og um leið að ganga þvert á viðteknar venjur í starfsemi safnsins.
Stór sýningarskrá verður gefin út í tengslum við sýninguna..
Umfjöllun fjölmiðla PDF
Sýningarskrá
Sýningarstjóri/-ar
Daníel Karl Björnsson, Huginn Þór Arason
Umfjöllun fjölmiðla
Listamenn
Boðskort
Sýningarskrá JPG