Kjarvalsstaðir
-
Reykvíkingurm er það að sjálfsögðu mikið gleðiefni hvílík gróska býr í íslenskri myndlist í dag. Eitt meginmarkmið menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar er að styðja og efla þann þátt í íslensku menningarlífi - hlúa að nýgræðingi - hvetja listafólk til dáða og veita viðurkenningar þegar þess er kostur. Listaverkakaup á vegum borgarinnar eru þar innifalin.
Árið 1983 var tekin upp sú nýbreytni að efna til sérstakrar sýningar á listaverkum sem þáverandi stjórn Kjarvalsstaða hafði fest kaup á frá árinu 1980 og fram á haust 1983.
Þessi sýning mæltist vel fyrir, enda eðlilegt að borgarbúum sé gefinn kostur á að sjá á einum stað hvernig framlagi úr borgarsjóði til listaverkakaupa hefur verið varið. Menningarmálanefnd sem nú hefur verið falið þetta sama verkefni, ákvað að efna til slíkrar sýningar á ný á Kjarvalsstöðum.
Eðli málsins samkvæmt er hér ekki um heildstæða sýningu að ræða. En hafi vel til tekist á hún að bera vitni þeirri viðleitni okkar að í listasafni borgarinnar megi með tíð og tíma sjá sæmilega glögga mynd af því besta sem fram kemur á myndlistarsviðinu á hverjum tíma - um leið og gefinn er gaumur að verkum eldri eða genginna listamanna sem skapað hafa sér öruggan sess..
Umfjöllun fjölmiðla PDF
Sýningarskrá
Umfjöllun fjölmiðla
Listamenn
Sýningarskrá JPG