Kjarvalsstaðir
-
Hvorki meira né minna en sjöhundruð og ellefu listaverk hafa bæst við safneign Listasafns Reykjavíkur á undanförnum fimm árum og verður hluti þeirra til sýnis í vestursal Kjarvalsstaða frá og með laugardeginum 20. nóvember. Auk þess verður til sýnis og aðgengileg gestum skrá og myndir af öllum aðföngum safnsins á tímabilinu.
Á því fimm ára tímabili sem hér er til skoðunar hafa verið keypt 245 listaverk í "almenna safneign"en þar á meðal eru þrjú málverk eftir Kjarval. Einnig hafa safninu borist rausnarlegar gjafir en sú stærsta er frá Erró, alls 366 verk.
Aðrar stórar gjafir eru af verkum eftir Brian Griffin og Mel Ramos. Verkin eru ólík, allt frá fágætu Kjarvalsverki til hins einstaka Gullhúðaða potts eftir Jean-Pierre Raynaud, sem Erró færði safninu nýlega að gjöf. Einnig eru rýmismiklar innsetningar meðal nýrri verka safnsins, sem krefjast stærra og annars konar salarkynna en Kjarvalsstaðir hafa upp á að bjóða.
Af hverju er listaverkum safnað? Opin og fræðandi listasmiðja fyrir fjölskylduna er haldin í norðursal í tengslum við sýninguna..
Umfjöllun fjölmiðla PDF
Sýningarstjóri/-ar
Hafþór Yngvason
Umfjöllun fjölmiðla
Listamenn