Mynd af heild 2 – Kjarval bank­anna

Mynd af heild 2 – Kjarval bankanna

Mynd af heild 2 – Kjarval bankanna

Kjarvalsstaðir

-

Íslensku bankarnir hafa keypt og varðveitt mörg verk eftir íslenska listamenn og eiga stór söfn verka eftir Jóhannes S. Kjarval. Verkin prýða fundarherbergi og afgreiðslur útibúa bankana um allt land.

Á þessari sýningu gefst í fyrsta sinn tækifæri til að sjá öll þessi verk á einum stað. Sýningin er framhald af þeirri viðleitni Listasafns Reykjavíkur að gefa sem víðtækasta mynd af ferli Kjarvals. Öll málverk eftir hann í eigu safnsins sjálfs voru dregin fram í dagsljósið á sýningunni "Mynd af heild" sem var opnuð á Kjarvalsstöðum í desember 2012. Nú er komið að Kjarval bankanna, þar sem er að finna margar gersemar sem hafa ekki sést fyrr á opinberum sýningum. Sýningin er í anda salon-sýninga þar sem málverkin þekja alla veggi Kjarvalssalarins, frá gólfi og upp í loft..

Myndir af sýningu

Ítarefni

Sýningarskrá

Listamenn

Boðskort

Sýningarskrá JPG