Litur: Skissa II

Sólveig Aðalsteinsdóttir, án titils, 1993.

Litur: Skissa II

Hafnarhús

-

Litur kemur við sögu í öllum verkum þessarar sýningar, bæði sem náttúrulegt fyrirbæri en ekki síður menningarlegt. Listamennirnir vísa í ólíkar áttir, í sögu málaralistar, efnafæði, táknkerfi, skynjun og jafnvel húsamálun.

Sýningin er ein nokkurra skissa sem listasafnið setur fram til að endurspegla afmarkað samhengi innan íslenskrar samtímalistar. Á síðasta ári var áherslan á verk þar sem listamenn vinna með eiginleika efnis og náttúrulega ferla, að þessu sinni endurspegla verkin vangaveltur um lit.

Verkin á sýningunni eru öll úr safneign Listasafns Reykjavíkur..

Myndir af sýningu