Kjar­val: Falinn fjár­sjóður

Kjarval: Falinn fjársjóður

Kjarval: Falinn fjársjóður

Kjarvalsstaðir

-

Allt frá opnun Kjarvalsstaða árið 1973 hefur eitt helsta verkefni Listasafns Reykjavíkur verið að sýna og kynna verk Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals. Það hefur mátt ganga að verkum meistarans vísum í austursal Kjarvalsstaða, þar sem efnt hefur verið til sýninga bæði úr eigu safnsins og einkasöfnum.

Leitast hefur verið við að kynna hinar ýmsar hliðar á list hans og skapa þannig sem heilstæðasta mynd af ferli hans.  Sýningin "Falinn fjársjóður" fylgir þessari hefð, en tilkoma sýningarinnar er óvenjuleg. Í febrúar á þessu ári kom í leitirnar í Danmörku þekkt verk eftir Kjarval, "Hvítasunnudagur", en afdrif verksins höfðu verið á huldu nánast frá upphafi.

Mikil eftirvænting ríkti því þegar af verkinu fréttist á uppboði í Kaupmannahöfn.

Ekki minnkaði eftirvæntingin þegar kaupandinn var ónafngreindur en mörgum létti þegar í ljós kom að verkið yrði flutt heim til Íslands.  Nú er þetta verk í öndvegi á sýningunni í austursal Kjarvalsstaða..