
Hafnarhús
-
A, B, C, D
Karin Sander er heimsþekkt þýsk listakona sem hefur ræktað tengsl við Ísland allt frá fyrstu heimsókn fyrir þrjátíu árum.
Mörg verka hennar eru innblásin af náttúru landsins, menningu og samfélagi.
Listasafn Reykjavíkur setur upp yfirgripsmikla sýningu með glænýjum og eldri verkum í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík. Verk Karinar byggja gjarnan á þátttöku gesta og hugmyndum um samspili efnis, tíma og staðar. Á sýningunni á staðnum er fjallað um staðarvitund í landfræðilegum, líkamlegum og huglægum skilningi. Sýningargestum er boðið að láta skanna sig og prenta af af sér smástyttu; auðir strigar á víðavangi safna áferð við mismunandi aðstæður; og neonskilti staðsetur áhorfendur í Hafnarhúsi samkvæmt mælingum GoogleEarth.
Karin Sander (1957) er þekkt fyrir hugmyndafræðilega nálgun sína á efni og rými þar sem hún vinnur með hversdagslega hluti, arkitektúr og stafræna miðla. Verk hennar hafa verið sýnd á virtum alþjóðlegum vettvangi, þar á meðal Arkitektúrtvíæringnum í Feneyjum 2023, Kunstmuseum Winterthur og SFMoma. Árið 2018 vann Karin samkeppni um útilistaverk í Vogabyggð í Reykjavík.


Sýningarstjórar
Markús Þór Andrésson og Ólöf K. Sigurðardóttir
Fjölmiðlar
Listamenn