Jónsi: Flóð

Jónsi: Flóð

-

Salir A, E, F

Listasafn Reykjavíkur er stolt af því að kynna fyrstu einkasýningu Jónsa í Evrópu í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík.

Verk Jónsa eru hvert um sig heill heimur þar sem rými, hljóð, ljós og ilmur mynda órofa heild. Á sýningu hans, Flóð, eru fjögur verk frá 2023-2024. Þrjú taka hvert um sig yfir sinn sýningarsal í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi og eitt er staðsett utandyra við inngang. Náttúran er í öndvegi, allt í senn sem viðfangsefni og efniviður. Hughrif eru sótt í yrti og innri ferli eins og vind, sjávarföll, sólargang og jarðhnik, en líka í öndun og flæði líkamans. Verkin eru manngerð en virkni þeirra á áhorfendur er óræð og marglaga í ætt við upplifun af náttúru. Þau höfða til ólíkra skynfæra og kalla fram djúpa tengingu manns og umhverfis, hér og nú, í viðstöðulausri hringrás. Þar eru kraftar á ferð sem ólga undir yfirborðinu og geta brotist fram og hellst yfir okkur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Jónsi, Jón Þór Birgisson (f. 1975), hlaut í upphafi ferils síns alþjóðlega viðurkenningu sem forsprakki hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Hann hefur undanfarna tvo áratugi unnið með tónlistarmönnum, myndlistarmönnum og kvikmyndagerðarmönnum að verkum þvert á listmiðla. Ásamt fjölskyldu sinni hefur Jónsi rekið ilmhúsið Fischersund frá árinu 2017. Jónsi hefur síðustu fimm ár einbeitt sér að því að yfirfæra tilraunir sínar með tónlist og hljóð yfir í rýmisupplifun á vettvangi myndlistar. Hann hefur m.a. haldið einkasýningar í Museum of Old and New Art (MONA) í Tasmaníu; Norræna safninu, Seattle; og Art Gallery of Ontario, Toronto. Hann hefur undanfarin ár búið í Los Angeles, Bandaríkjunum.

Jónsi: REK(2024), Mynd: Vigfús Birgisson
Jónsi: SAD, 2024 Mynd: Vigfús Birgisson
Jónsi: SAD (2024), Mynd: Vigfús Birgisson

Myndir frá opnun

Viðburðir

Sýningaropnun

Sjá meira

Samtal listamanns og sýningarstjóra

Jónsi og Markús Þór Andrésson
Sjá meira

Samstarfsaðilar

Lógó listahátíðar í reykjavík.

Listahátíð í Reykjavík

Sjá meira

Ítarefni

Sýningarstjóri

Markús Þór Andrésson

Fjölmiðlaumfjöllun

Fjölmiðlaumfjöllun - skrár (pdf)

Listamenn