Jóhannes S. Kjar­val: Hugur og heimur

Kjarval. Skjaldmey, 1961.

Jóhannes S. Kjarval: Hugur og heimur

Kjarvalsstaðir

-

Kjarvalsstaðir voru opnaðir á ný eftir endurbætur þann 5. febrúar með umfangsmikilli Kjarvalssýningu sem er bæði í austur- og vestursal safnsins. Sýningin er tvískipt en meginuppistaða hennar eru sjaldséð verk úr einstæðu einkasafni hjónanna Þorvaldar Guðmundssonar (1911-1998) og Ingibjargar Guðmundsdóttur (1908-2004), sem varðveitt eru í Gerðarsafni, en einnig eru sýnd verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur.

Á sýningunni gefst gott tækifæri til að kynnast mörgum lykilverkum frá ferli listamannsins og fá innsýn í þau meginstef sem voru uppistaðan í lífsverki hans. Annars vegar landið í öllum sínum fjölbreytileika og hins vegar það líf og þær táknmyndir sem Kjarval skynjaði í landinu, það sem hugurinn nemur ekki síður en það sem augað sér. 

Í einkasafni þeirra Þorvaldar og Ingibjargar eru mörg lykilverk listamannsins þar á meðal Lífshlaupið sem er stór veggmynd frá vinnustofu listamannsins í Austurstræti. Kjarval lauk við að mála Lífshlaupið árið 1933 en í verkinu má greina ýmis atriði sem koma endurtekið fyrir í verkum hans. Þar eru landið og lífsbaráttan sýnileg um leið og greina má fantasíuna sem einkennir stóran hluta ævistarfs Kjarvals..

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun