Íslenskar og norskar teikn­ingar

Íslenskar og norskar teikningar

Íslenskar og norskar teikningar

Hafnarhús

-

Samstarfsverkefni Listasafn Reykjavíkur og Tegnerforbundet Norge. Teikningin er afar sérstakur listmiðill sem ekki nýtur alltaf þeirrar athygli sem hann á skilið meðal hins mikla fjölda listmiðla, tæknimöguleika og listframsetninga samtímans. Sýningarnar nú eru örlítil áminning um fegurð og tærleika þessa einstaka listforms.

Listasafn Reykjavíkur og Teiknarasamtökin í Noregi báðu listafólkið Ragnheiði Jónsdóttur og Patrick Huse að taka að sér sýningarstjórn fyrir sameiginlegt verkefni af þessu tilefni: Að velja norska listamenn til sýningar í Reykjavík og íslenska listamenn til sýningar í Ósló.

Báðar sýningarnar eru haldnar á sama tíma í maí og júní 2001, og koma saman í þessari sýningarskrá.Þetta hefur verið gjöfult samstarf.

Við getum aðeins vonað að gestir sem sjá sýningarnar verði okkur sammála um að teikningin sé listform sem á skilið athygli okkar sem einn helsti listmiðill allra tíma..

Ítarefni