Innsetning | Jónsi: FLÓÐ

Gestur í myrkvuðu rými, umluktur mistri og ljósrönd í lofti.

Innsetning | Jónsi: FLÓÐ

Hafnarhús

-

Innsetningin FLÓÐ stendur áfram eftir að einkasýningu Jónsa í Hafnarhúsi lýkur.

Jónsi (f. 1975) er vel kunnur af verkum sínum á sviði tónlistar. Hann hefur á síðustu fimm árum unnið markvisst að því að aðlaga listsköpun sína að vettvangi myndlistar.

Í innsetningunni FLÓÐI ganga áhorfendur í myrkvað rými, umluktir mistri og óræðum ilmi. Allt um kring óma hljóð sem eiga uppruna sinn í náttúrunni, stafrænni úrvinnslu og mannsröddinni. Hljóðmyndin vex og stigmagnast, skynjunin nær frá eyrum og ofan í maga, ómurinn flæðir yfir líkamann í bylgjum. Ljósrák í loftinu bregst við hljóðinu og ýtir enn frekar undir þá marglaga skynjun sem ferlið býður upp á.

Þyngdarkraftur tungls og sólar, ásamt snúningi jarðar, valda reglulega flóði og fjöru. Við sjávarföll færist mikið magn sjávar til eða frá ströndu og hefur áhrif á strauma í hafinu. Taktur sjávarfallanna hefur verið reglulegur og fyrirsjáanlegur í árþúsundir. Í dag má greina breytingu á sjávarborði, sem orsakast af loftslagsbreytingum á heimsvísu; varmaþenslu, bráðnun jökla og tapi á helstu íshellum jarðar. Vegna hækkunar sjávar tekur sjávarfallahæð einnig breytingum, nær hærra og lengra inn í land en áður.

Ítarefni

Listamenn