Hreinn Frið­finns­son: Endrum og sinnum

Listaverkið From Time To Time sýnir 6 innrammaðar myndir í tveim röðum. Miðjuramminn sýnir eldingu. Tvær myndir sýna óræðan hulinn hlut með hvítri ábreiðu.

Hreinn Friðfinnsson: Endrum og sinnum

Hafnarhús

-

Listasafn Reykjavíkur sýnir verk Hreins Friðfinssonar úr safneign.

Verk Hreins eru ljóðræn og heimspekileg könnun á hversdagslegri mannlegri upplifun þar sem tími og tilviljun leika stórt hlutverk. Sýningin byggist eingöngu á verkum listamannsins í safneign og endurspeglar margslungnar tilraunir hans til að höndla hverfulleikann og fanga óendanleikann í tíma og rúmi.

Listamaðurinn Hreinn Friðfinnsson átti langan og farsælan feril, allt frá árunum í kringum 1970 til samtímans, en hann lést fyrr á þessu ári. Hreinn bjó alla tíð í Hollandi og sýndi verk sín í alþjóðlegu samhengi auk fjölmargra sýninga sem hann hélt hér á landi. Hann gerði meðal annars ljósmyndaverk textaverk, lágmyndir og innsetningar úr fundnum efnivið. Í listsköpun sinni vísaði hann í hugmyndir um stöðu mannsins gagnvart tímanum, eilífðinni og alheiminum. Með hversdagslegri, ljóðrænni og manneskjulegri nálgun urðu þessi háleitu viðfangsefni að hugljúfum og áleitnum hugleiðingum. Sýningin Endrum og sinnum byggist eingöngu á verkum Hreins í safneign og spannar allan feril hans. Með henni minnist Listasafn Reykjavíkur eins ástsælasta listamanns samtímans sem hafði með verkum sínum og persónuleika ómæld áhrif. Ekki síst var hann yngri kynslóðum listamanna mikil hvatning og munu verk hans að vonum halda áfram að veita fólki innblástur í margræðum einfaldleika sínum.

Ítarefni

Sýningarstjóri

Markús Þór Andrésson

Kynningarmynd

Hreinn Friðfinnsson, From Time – To Time, 1979.

Fjölmiðlar

Fjölmiðlaumfjöllun (pdf)

Listamenn