Hlið­stæður

Hliðstæður

Hliðstæður

Kjarvalsstaðir

-

Á sýningunni má finna úrvalsverk íslenskrar myndlistar í safni Listasafns Reykjavíkur. Verkin spanna 73 ára tímabil en hér finnum við hvorki sögulegt yfirlit né þematengingar heldur er verkum ólíkra listamanna spilað saman, tveimur eða þremur í senn, til að draga fram líkindi þeirra á milli. Í bókmenntum er talað um hliðstæður þegar setningar eða setningarliðir eru endurteknir með sömu orðaröð og svipuðum orðafjölda.

Eins má tala um hliðstæður í myndlist þegar uppbygging tveggja eða fleiri listaverka er á einhvern hátt sambærileg.

Þannig má t.d. bera saman málverk Þorra Hringssonar af hurð við strangflatarverk Þorvaldar Skúlasonar. Þorri hlutgerir formin en Þorvaldur afneitaði allri tilvísun í ytri raunveruleika. Það er engin hurð á mynd Þorvaldar en það er eins og skáhallar línurnar snúi formunum og opni þau á móti birtunni sem hellist inn rétt eins og ljósið sem lýsir gegnum dyrnar í málverki Þorra.

Annars konar hliðstæður má draga fram með samanburði á innihaldi eða hugmynd fremur en myndskipan verka. Þannig er t.d.

með myndir Gunnlaugs Blöndals, Rósku og Jóhönnu Kristínar Yngvadóttur. Myndefnið er hliðstætt en ímynd konunnar er sláandi ólík í þessum þremur verkum. Hliðstæðurnar afhjúpa andstæðurnar.

Vensl verkanna á sýningunni eru tilfallandi, án þess að um bein áhrif eða vísvitandi skírskotanir sé að ræða. Í flestum tilfellum eiga listamennirnir fátt sameiginlegt. Þeir eru afsprengi mismunandi tíma, innblásnir af ólíkum hugmyndum og liststefnum. En þeir eru þó kvistar af sama meiði. Sem listmálarar standa þeir frammi fyrir sambærilegum valkostum og á stundum má finna hliðstæður í verkum þeirra sem geta vakið nýjan skilning og opinberað forsendur að baki verkanna..

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun