Ég hef aldrei séð fígúra­tíft rafmagn

Ég hef aldrei séð fígúratíft rafmagn

Ég hef aldrei séð fígúratíft rafmagn

Ásmundarsafn

-

Sýningin „Ég hef aldrei séð fígúratíft rafmagn“ dregur saman ný verk eftir níu íslenska samtímalistamenn ásamt abstraktverkum Ásmundar Sveinssonar (1893-1982). Á sýningunni er vakin athygli á  efnistökum Ásmundar á sjöunda áratugnum og samhljóm hans við starfandi listamenn í dag.

Ásmundur var frumkvöðull í íslenskri höggmyndalist og hafði víðtæk áhrif á íslenska menningu. Hann nam klassíska höggmyndalist og vann í hefðbundin efni framan af en á síðari hluta sjötta áratugarins sótti hann í efnivið sem þótti óhefðbundinn hér á landi.

Fundinn efniviður eins og rekaviður og brotajárn fór að verða áberandi í verkum hans og stýrði gjarnan útkomu einstakra verka. Ásmundur byrjaði einnig að huga að innra og ytra rými verka sinna og með hvaða hætti þau virkjuðu rýmið sem umlukti þau. Því verkið er ekki bara efnið sjálft heldur ljósið sem leikur um það. Hann sagði sjálfur: „Ég hef leyft mér að gera non-fígúratífa mynd af rafmagninu, því ég hef aldrei séð fígúratíft rafmagn“.

Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eiga það sameiginlegt að vinna þrívíð verk eða abstrakt rýmisverk. Þeir notast gjarnan við óhefðbundinn efnivið og leyfa efni, formi og rými að stýra efnistökum og lokaútkomu verkanna.

Listamenn sem eiga verk á sýningunni ásamt Ásmundi Sveinssyni eru Áslaug Í.

K. Friðjónsdóttir, Baldur Geir Bragason, Björk Viggósdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Ragnar Már Nikulásson, Sólveig Einarsdóttir, Þór Sigurþórsson og Þuríður Rós Sigurþórsdóttir.

Sýningarstjórar: Klara Þórhallsdóttir og Kristín Dagmar Jóhannesdóttir.

Listamenn:

Áslaug Í. K. Friðjónsdóttir (f. 1981)

Áslaug útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2006 og lauk síðar mastersnámi frá School of Visual Arts, New York árið 2009. Meðal sýninga eru: 2012, Rými málverksins, Listasafnið á Akureyri // 2011,  Festisvall 2, Artíma gallerí, Reykjavík // 2009, A New Currency, 55 Delancey Street, New York // 2009,  Work Out, OTOM Gym, Brooklyn, NY // 2009, Exhaust Exhaus,  The Compound Warehouse, Philadelphia // 2009, Cardsharper, The Visual Arts Gallery, Chelsea, NYC // 2008, Sjónheyrn,  Skaftfell, Seyðisfjörður //  2006, samsýning, Klink & Bank, Reykjavík // 2005, Break, Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Reykjavik.

Baldur Geir Bragason (f. 1976)

Baldur útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2001 og lauk síðar mastersnámi frá skúlptúrdeild Kunsthochschule Berlin í Þýskalandi árið 2008. Meðal sýninga eru: 2013, Líkist (einkasýning), Kunstschlager, Reykjavík // 2012, Nautn og notagildi, Listasafn Árnesinga, Hveragerði // 2011, Borðar (einkasýning), Suðsuðvestur, Reykjanesbæ  2011, Sjónarmið - á mótum myndlistar og heimspeki, Listasafn Reykjavíkur, Reykjavík // 2011, Expanded painting, Prague biennale 4, Prag // // 2008, Yfirborðskennd (einkasýning) kling og bang, Reykjavík // 2008, Noname, Gallery Ackerstrasse 18, Berlín // 2007, Torstrasse 111, Berlín // 2006, Karin Sander, Audiotour, Schirn Kunsthalle, Frankfurt.

Björk Viggósdóttir (f. 1982)

Björk lauk námi frá Listaháskóla Íslands árið 2006. Hún hefur tekið þátt í fjölda listviðburða á sviði myndlistar, tónlistar, leikhúss og dans, bæði erlendis og á Íslandi. Meðal sýningarverkefna eru: 2013, Aðdráttarafl (einkasýning), Hafnarborg, Hafnarfjörður // 2012, VEISLA, Yunnan Contemporary, Kunming, Kína // 2012, Zinkovy International Arts Festival, Zinkovy, Tékkland // 2012,  Soundscape (circadian), MMX- Berlin Gallery Week, Berlín // 2011, Flugdrekar (einkasýning), Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús, Reykjavík // 2010, Fresh Meat, dansverk í samvinnu við Sigríði Soffíu Níelsdóttur og Snædísi Ingadóttur, Rose Theater, London og Leikhúsbatteríð, Reykjavík // 2006, Bakkynjur, Þjóðleikhúsið, Reykjavík.

Hrafnhildur Halldórsdóttir (f. 1973)

Hrafnhildur lauk útskrifaðist með B.A. gráðu frá Glasgow School of Art árið 2001 og lauk síðar MFA gráðu frá sama skóla árið 2007. Sótti einnig nám í myndlist og ljósmyndun í Danmörku (1997-1998, Fine Art Photography, K.U.B.A., Kaupmannahöfn og 1996, Fine Art, Kunsthøjskolen, Holbæk, Danmörk). Hún býr og starfar í Glasgow, Skotlandi. Meðal sýninga eru: 2013, Riff (part of Ten Days of Summer) Queens Park Railway Club // 2012, I put a spell on you (einkasýning), Infernoesque project space, Berlín // 2010, Fever (einkasýning), Glasgow Project Room, Glasgow // 2008 , ‘cos I love and I live primitive’ (einkasýning), Galleri Box, Gautaborg // 2008, A. Vermin at The State Bar, Glasgow International, Glasgow // 2006, Zig-Zag Wanderer (einkasýning), Overgaden Institute for Contemporary Art, Kaupmannahöfn // 2004, Look out for my Love, it’s in your neighbourhood (einkasýning), Intermedia Gallery, Glasgow og Gallerí Hlemmur, Reykjavík // 2002, No, it’s not a case of being lonely we have here, I’ve been working on this palmtree for eighty-seven years, NIFCA project space, Suomenlinna, Helsinki.

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir (f. 1976)

Ingunn útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2007, áður hafði hún stundað nám við málaradeild Mynd – og handíðaskólann (1998-1999) auk þess að hafa lokið B.A. námi í listasögu frá Háskólanum í Árósum, Danmörku árið 2002. Hún starfar einnig í listateyminu Hugsteypa ásamt Þórdísi Jóhannesdóttur. Meðal sýninga eru: 2013, Lög unga fólksins, Listasafn Reykjanesbæjar, Keflavík // 2012, Nautn og notagildi, Listasafn Árnesinga, Hveragerði // 2012, Rými málverksins, Listasafn Akureyrar, Akureyri // 2011, Four Rooms, Centre for Contemporary Art Ujazdowski Castle, Varsjá, Póland // 2011, Painting Overall, Prague Biennale, Tékkland // 2010, Ljósbrot (einkasýning), Hafnarborg, Hafnarfirði // 2009, ARTVILNIUS´09, Contemporary International Art Fair, Vilnius, Litháen (Hugsteypan) // 2009, MINJAR, náttúra í myndlist // myndlist í náttúru, Náttúrufræðistofa Kópavogs (Hugsteypan) // 2008, Painting Site (einkasýning), Cuxhavener Kunstverein, Cuxhaven, Þýskalandi // 2008, Aurora Borealis, Magnetism and Light, Spedition, Bremen, Þýskaland // 2006, Hotspo(r)t,  Kunstverein Springhornhof, Neuenkirchen, Þýskaland.

Ragnar Már Nikulásson (f. 1985)

Ragnar Már stundar nú meistaranám við Listaháskóla Íslands sem hann hóf haustið 2012. Þar á undan hafði hann lokið B.A. námi í  grafískri hönnun við sama skóla árið 2010. Meðal sýninga eru: 2013, TROPOP 3.0,  Artíma gallerí, Reykjavík // 2013, PASTÍS 11/11, Listasafn Íslands // 2013, Samþætting, Listasafn Einars Jónssonar, Reykjavík // 2012, Og allar girndir lausbeislaðar (einkasýning), Kling og bang, Reykjavík // 2012, FESTISVALL 3.5, Artíma gallerí, Reykjavík // 2012, falin (einkasýning), Kling og bang, Reykjavík // 2011, Marglaga skynjunarskóli, Kling og bang, Reykjavík // 2011, Tropikal Optikal, Lunga, Seyðisfjörður // 2011, Trolley presents TJ Boulting presenting Kling & Bang, TJ Boulting, London.

Sólveig Einarsdóttir (f. 1975)

Sólveig útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og lauk MFA gráðu frá Glasgow School of Art árið 2010. Hún býr og starfar í Glasgow, Skotlandi. Meðal sýninga eru: 2012, White Light, Arch 24, Glasgow // 2012, Sum of substance, Jotta at AAF, London // 2010, Be the Hammer or the Anvil, Generator Projects, Dundee // 2010, Definate Article, Artnews Projects c/o Bethanien, Berlín // 2009, Interim exhibition, Mackintosh Gallery, Glasgow // 2007, Sfumatura Palindrome, A. Vermin, Glasgow // 2007, And the He Likes the Me, Transmission, Glasgow // 2006, Project Patterson, Gallerí Suðsuðvestur // 2006, Likimain, Jetty Barracks Gallery, Helsinki // 2005, Berliner Liste, Berlín.

Þór Sigurþórsson (f. 1977)
Þór lauk BA prófi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2002 stundaði svo nám í Academy Der Bildenden Kunste í Vín. Árið 2008 útskrifaðist hann með MFA í myndlist frá School of Visual Arts í New York. Meðal sýninga eru: 2013, Skjáblinda (einkasýning), Gallerí Þoka, Reykjavík // 2013, Parlor Show, Smiðjuvegur 10, Reykjavík // 2013, Calculated Sustainability Without Decisions, Grandagarður, Reykjavík // 2012-2013, Johnny´s #1-2, Johnny´s Project (ásamt Darra Lorenzen og Erni Helgasyni), Reykjavík // 2010, Material Reciprocity, Possible Projects, New York // 2010, A Minus Suitcase, Jack the Pelican, New York // 2009, Material Reciprocity, Possible Projects, New York // Vector: Issue 2, Max Protecht Gallery, New York // 2008, Missing Dumby Project, 12th Annual DUMBO, Art Under the Bridge Festival, Brooklyn, NY // 2008, C´mon Shake It!- AH AH Check It! OOH OOH, Massimo Audiello-New York // 2008, Left and Leaving, Visual Arts Gallery, New York // 2006, Pow Wow, Gallerí Banananas, Reykjavik // 2005, Grassroad, Nýlistasafnið, Reykjavík // 2005, Krútt, Nýlistasafnið, Reykjavík.

Þuríður Rós Sigurþórsdóttir (f. 1975)

Þuríður útskrifaðist með MFA gráðu frá School of Visual Arts, New York árið 2008. Áður, eða árið 2000 hafði hún lokið námi í fatahönnun frá Central St. Martins College of Art and Design, London. Hún starfar einnig í hönnunarteyminu Vík Prjónsdóttir. Hún býr og starfar í New York. Meðal sýninga eru: 2013, Vík Prónsdóttir & Eley Kishimoto, Hönnunarmars í Reykjavík // 2012, Hinumeginn (einkasýning), Hafnarborg, Hafnarfjörður // 2011, Nordic Fashion Biennale, Nordic Heritage Museum, Seattle // 2011, Chinese take Out, Art In General, New York // 2010, Hidden World, Spark Design Space, Reykjavik, Iceland // 2010   Possible Press Project, New York // 2009, Ripped From Something Bigger, Skaftfell, Seyðisfjörður // 2009, No Soul For Sale, X-Initiative, New York // 2009, Work Out, Otom, Brooklyn, New York // 2008, C’mon shake it! Ah ah check it! Ooh ooh!, Massimo Audiello Gallery, New York // 2008, 100% Design, Tokyo, Japan // 2007, Scandinavian Grace, New York // 2007, Magma/Kvika, Reykjavik Art Museum - Kjarvalsstaðir, Reykjavík // 2003, Circuit, Museum of Contemporary Art, Barcelona.

Dagskrá

Listamannaspjall 
Þrír listamenn ræða hverju sinni um verk sín á sýningunni:
Sunnudag 19. janúar kl. 15. Sunnudag 9. mars kl. 15. Sunnudag 27. apríl kl. 15.

Föstudag 7. febrúar kl. 21 – Safnanótt 2014
Sýningarstjóraspjall..

Myndir af sýningu

Ég hef aldrei séð fígúratíft rafmagn

Myndir frá opnun