D16 Katrín Elvars­dóttir

D16 Katrín Elvarsdóttir

D16 Katrín Elvarsdóttir

Hafnarhús

-

Katrín Elvarsdóttir lauk B.F.A. gráðu frá Art Institute of Boston árið 1993 og hefur síðan þá sýnt víða, bæði í Bandaríkjunum, Evrópu og á Íslandi. Með sýningunni Hvergiland býður Katrín okkur að stíga inn í veruleika sem orðin er til í beinu framhaldi af öðrum sýningum hennar, s.s.

Sporlaust, Af þessum heimi og Margsögu. Líkt og með þeim sýningum býr Katrín hér til veruleika sem áhorfandinn á þátt í að gefa innihald.

Við erum stödd í heimi sem sprottinn er úr raunveruleikanum sjálfum, heimi sem er hvergi til en hefur engu að síður orðið til úr áþreifanlegu efni. Við erum stödd í veruleika sem verður til þegar ímyndunaraflið mætir því sem augað nemur.“.

Myndir af sýningu