Veldu ár

2023 (15)
2022 (16)
2021 (21)
2020 (21)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
15.10.2021
09.02.2022

Carl Boutard og Ásmundur Sveinsson: Gróður jarðar

Í náttúrunni er að finna ótal dæmi um undraverða hönnun, þar sem form ráðast af samspili reglu, endurtekninga og frávika. Listamaðurinn Carl Boutard beinir sjónum að þessum þáttum á sýningu hans og Ásmundar Sveinssonar. Höggmyndalist Carls hefur þróast út frá ástríðu listamannsins fyrir umhverfinu, bæði manngerðu og náttúrulegu. Verk hans eru gjarnan unnin í samhengi við almannarými og þau endurspegla tengsl á milli manns, náttúru og menningar. Carl lýsir sér sem „hefðbundnum myndhöggvara“ með tilvísun í áherslu sína á efni og form og þá virkni verkanna að þau taka breytingum eftir því frá hvaða sjónarhorni horft er á þau. Verkin kunna að virðast óhlutbundin en þau eru iðulega dregin af náttúrulegum formum sem finna má agnarsmá í jurtaríkinu eða gríðarstór í himingeiminum.   

Fjölmargt í listsköpun Carls Boutard á sér samsvörun í ævistarfi Ásmundar Sveinssonar. Það er spennandi að sjá verk þessara myndhöggvara ólíkra tíma kallast á. Gestir öðlast nýja sýn á arfleifð hins gamalkunna og ástsæla listamanns í gegnum linsu samtímans – í hinu fallega umhverfi sem Ásmundarsafn og garðurinn í kring móta. Carl speglar nýjar höggmyndir sínar í verkum frá ýmsum tímum á ferli Ásmundar. Hann dregur fram til samtals þau verk sem sýna áhuga Ásmundar á tengslum manns og  náttúru. Oft á tíðum persónugerði Ásmundur náttúruna í mannsmyndum eða hálf-abstrakt fígúrum og eins færði hann ýmis náttúruöfl í óhlutbundin form. Sýningin dregur heiti sitt af tréskúlptúr, Gróðri jarðar frá 1945, þar sem náttúran er í gervi konu en um leið eru formin eins og tré eða jurtir sem teygja sig úr jarðveginum upp til himins.

Ásmundur Sveinson (1893-1982) var frumkvöðull í íslenskri myndlist. Hann nam klassíska höggmyndalist og vann í hefðbundin efni framan af. Viðfangsefni hans voru tengd nærumhverfinu, vinnandi stéttir, náttúran, þjóðsögur og sagnarfurinn. Á sjöunda áratugnum vék hann frá þeim fígúratífu aðferðum sem áður einkenndi listsköpun hans og fór í auknum mæli að nota óhlutbundið myndmál. Viðfangsefni hans urðu óefniskenndari og tengd náttúrufyrirbærum, lögmálum og eðlisfræði. Óhefðbundinn efniviður varð áberandi í verkum hans og stýrði gjarnan útkomu einstakra verka; um leið tók hann upp frjálsari aðferðir með því að vinna beint í efnið. Ásmundur reisti vinnustofu sína og heimili, kúluhúsið, í nokkrum áföngum á árunum 1942-59.

Carl Boutard er fæddur 1975 í Kiruna, Svíþjóð og stundaði nám við Malmö Art Academy og Listaháskóla Íslands í Reykjavík. Auk þess hefur hann lært arkitektúr við Konunglegu tækniháskólann í Stokkhólmi. Verk Boutards hafa verið sýnd í Listasafni Malmö, Lunds Konsthall, Sven-Harrys konstmuseum, Artipelag, Bonniers Konsthall og Centre Culturel Suédois í París. Boutard hlaut ISCP-styrkinn í New York árið 2015 og meðal verka hans í almannarými eru skúlptúrar í Stokkhólmi, Uppsölum, Karlstad, Lundi í Svíþjóð sem og í Heidenheim, Þýskalandi. Hann á verk í söfnunum í Malmö Art Museum, Public Art Agency Sweden og Skissernas Museum - Museum of Artistic Process and Public Art í Lundi. Carl er lektor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands.

 

 

Listamaður/-menn: 
Sýningarstjóri/-ar: 
Markús Þór Andrésson
Myndir frá opnun: 
Myndbönd

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.

Viðburðir tengdir sýningu

Haustfrí grunnskólanna 2021
Kjarvalsstaðir, Ásmundarsafn
22. október 2021 - 10:00 til 26. október 2021 - 17:00
Leiðsögn sýningarstjóra: Gróður jarðar
Ásmundarsafn
24. október 2021 - 14:00
Leiðsögn listamanns: Gróður jarðar. Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir
Ásmundarsafn
30. janúar 2022 - 14:00