Ásmundur Sveins­son: Maðurinn og efnið

Ásmundur Sveinsson: Maðurinn og efnið

Ásmundur Sveinsson: Maðurinn og efnið

Ásmundarsafn

-

Efnisval Ásmundar einkenndist í upphafi af þeim efnivið sem hendi var næstur á uppvaxtarárum hans á Íslandi en endurspeglar síðarmeir hefðbundið efnisval myndhöggvara aldarinnar. Sem ungur maður skar Ásmundur í tré samkvæmt íslenskri handverkshefð. Auk hins hefðbundna útskurðar mótaði hann í leir og steypu og má segja að þá þegar hafi hann valið efniviðinn útfrá hugmyndinni.

Sem nemandi Carls Milles í Stokkhólmi og á Parísarárunum tókst hann á við hefðina, mótaði og hjó í stein. Eftir að Ásmundur sneri aftur til Íslands gerði hann lítið af því að höggva í stein.

Fram á sjötta áratuginn einkenndust verk hans af þeirri tilfinningu sem skapast í verkum sem listamaðurinn mótar eigin höndum. Meðhöndlun listamannsins á efninu verður að veigamiklum hluta sköpunarverksins, hugmynd og meðferð efnis móta endanlega mynd þess. Þegar leið á fimmta áratuginn varð rýmið veigameiri þáttur í verkum Ásmundar. Hann tók þá að vinna í tré að nýju auk hinna efnismiklu leirverka.

Á sjötta áratugnum urðu straumhvörf í list Ásmundar þegar hann uppgötvaði járnið. Þá tók hann að sjóða saman málma og aðra hluti sem hann safnaði og notaði lítt eða ekki breytta.

Við þetta vék hlutveruleikinn og vægi rýmisins í verkunum varð æ meira.

Verkin fjarlægðust lífræn form þeirra efnismiklu verka sem Ásmundur hafði mótað eigin hendi og einkenndust af formrænum vísunum í íslenska náttúru. Undir lok starfsævi sinnar sneri hann sér svo aftur að því að höggva í stein en nú voru viðfangsefni hans ekki tilvísanir í klassíska hefð heldur lágstemmd tilbrigði við náttúrulegt form steinsins..

Myndir af sýningu

Ítarefni

Umfjöllun fjölmiðla PDF

Sýningarskrá

Sýningarstjóri/-ar

Ólöf K. Sigurðardóttir

Umfjöllun fjölmiðla

Listamenn

Boðskort

Sýningarskrá JPG