Ásmund­arsafn - Ásmundur Sveinsson

Ásmundarsafn - Ásmundur Sveinsson

Ásmundarsafn - Ásmundur Sveinsson

Ásmundarsafn

-

Sýning í tilefni af formlegri opnun Ásmundarsafns. Höggmyndir í Reykjavík eru flestar nýlegar og það eru örfáir menn, sem hafa meitlað þær flestar. Ásmundur Sveinsson var einn af brautryðjendunum. Hann fór eigin götur og var engum öðrum líkur, hvorki hér á landi né annars staðar.

Það sýndi hug Ásmundar til höfuðborgarinnar, er hann ákvað, að eftir sinn dag skyldu höggmyndirnar ganga til Reykjavíkur. Í tilefni að formlegri opnun safnsins og þess að 90 ár eru liðin frá fæðingu listamannsins þótti við hæfi að halda yfirlitssýningu, sem spannað hefur langan og litríkan listferil Ásmundar.

Á sýningunni, sem nú stendur yfir í safninu, gefur þó aðeins að líta hluta af eigu safnsins. Hér hefur verið lögð áhersla á að velja og sýna verk, sem eru einkennandi fyrir sérhvert tímaskeið í list Ásmundar..