Kjarvalsstaðir
-
Andreas Eriksson er sýningarstjóri sýningarinnar en þar eru bæði verk eftir Kjarval (1885–1972) og hann sjálfan. Eriksson segir að Kjarval hafi veitt sér mikinn innblástur í gegnum tíðina og bendir á að Kjarval hafi ekki aðeins reynt að komast nær náttúrunni, hrauni og grjóti í verkum sínum heldur hafi hann líka beint athyglinni að sjálfri olíumálningunni líkt og hann hafi viljað færa litina aftur að uppruna sínum. Kjarval þróaði ákveðinn stíl og tækni við að ná fram þeirri efniskennd og áferð sem er í jarðveginum.
Þessar áherslur vöktu athygli Erikssons þar sem viðfangsefnin í verkum hans eru einnig efniskennd jarðvegsins, hvernig mold og steinar birtast í umhverfinu frekar en landslagið í heild eða eins og hann segir sjálfur: ,,Í málverkunum verður náttúran að skúlptúr.“ Að skoða landslagið sem myndhverfingu eða táknmyndir sameinar Kjarval og Eriksson. Samfara sýningunni verður Listasafn Reykjavíkur með fyrirlestra og málstofur um hugmyndafræði Andreas Erikssons og samtímalist. Eriksson starfar á einum stað og sækir innblástur til umhverfisins í kringum sig. Hin mikla hnattvæðing og áhrif hennar á starfandi listamenn verður skoðuð og borin saman við áherslur Erikssons..