Andreas Eriks­son: Rounda­bouts

Ted Kaczynskis cabin

Andreas Eriksson: Roundabouts

Kjarvalsstaðir

-

Andreas Eriksson ( f. 1975) er einn virtasti listamaður Svía af sinni kynslóð. Hann var fulltrúi Svíþjóðar í norræna skálanum á Feneyjatvíæringnum árið 2011 og verk hans hafa verið sýnd víða um heim.

Roundabouts er fyrsta stóra alþjóðlega einkasýning Erikssons en hún er samvinnuverkefni Bonniers Konsthall, Listasafnsins í Þrándheimi, Centre Pasque Art, Biel og Listasafns Reykjavíkur og styrkt af Norræna menningarsjóðnum. Walther König útbjó sýningarskrána sem fylgir sýningunni. Verkin á sýningunni Roundabouts eru frá síðustu tíu árum og sýna yfirlit verka hans, málverk, ljósmyndir, höggmyndir, kvikmyndir og vefnað. Andreas Eriksson hefur unnið að málaralist í rúma tvo áratugi. Hann sækir einnig til annarra miðla eins og í ljósmyndun, höggmyndlist, vefnað og kvikmyndun.

Margir tengja listsköpun hans við norður-evrópska rómantíska málarahefð. Hann sækir oft hugmyndir sínar til náttúrunnar og í umhverfið kringum heimili sitt í Kinnekulle á Vestur-Gotlandi í Svíþjóð þar sem hann er einnig með vinnustofu. Verkin eru jafnframt birtingarmyndir ímyndunaraflsins. Hann notar þannig strigann og litina til að túlka umhverfið í kringum sig. Sýningin er í samstarfi við Norræna menningarsjóðinn. Dagskrá: Sunnudag 28. september kl. 15 Listamannaspjall: Andreas Eriksson spjallar við gesti um sýningarnar. Eftirtalda laugardaga í október og nóvember leiða ólíkir listamenn ókeypis örnámskeið fyrir börn í Hugmyndasmiðjunni frá kl. 13-16: 4., 11. og 25. október. 1., 22. og 29. nóvember..

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun

Ítarefni