Sólbjört Vera Ómarsdóttir (f.1993) vinnur verk sín í fjölbreytta miðla en skúlptúrar og gjörningar eru þar áberandi. Í verkum sínum rannsakar hún eiginleika minninga, hluta og orða í sambandi manneskjunnar við umhverfið sitt. Með verkum sínum tekst hún á við þráláta leit að skilningi á þessum viðfangsefnum og rannsakar þau á húmorískan hátt en gerir í leiðinni atlögu að því að undirstrika þá angurværð sem fylgir skilningsleysinu. Sólbjört útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2020 og hefur verið meðlimur í stjórn listamannarekna rýmisins Kling & Bang síðan þá. Hún hefur tekið þátt í ýmis konar samsýningum og sýningarverkefnum en þar má nefna Rúllandi Snjóbolti á Djúpavogi 2020 og Óþekktarormar: Orðrómur í Harbinger í Reykjavík árið 2022.
D-vítamín
Skoða