Sigrún Gyða Sveinsdóttir (f. 1993) notar bakgrunn sinn í söng og tónsmíðum til að skapa verk á mörkum myndlistar og klassískra tónsmíða, þar sem hún nýtir röddina sem hvoru tveggja viðfangsefni og miðil. Í verkum sínum dregur Sigrún upp myndir af samtímanum og færir í myndræn form í gegnum sterkar samfélagslegar andstæður. Verk hennar fjalla um kerfisbundið eftirlit, valdaskiptingu og virði manneskjunnar en þeim má lýsa sem eins konar leikþáttum um tengsl, hringrásir og árekstra. Hún er með MA gráðu í myndlist og hönnun frá Sandberg Instituut í Amsterdam (2021), framhaldspróf í klassískum söng (2019) og BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands (2017). Sigrún hefur tekið þátt í fjölda sýninga á Íslandi og erlendis. Hún er búsett í Amsterdam.
D-vítamín
Skoða