Sadie Cook

Sadie Cook

Sadie Cook er listamaður sem vinnur á mörkum ljósmyndunar og innsetninga. Í verkum sínum tekst hán á við hugmyndir tengdar kvíða, snertingu, löngun og ummerkjum. Hán hefur sýnt verk sín bæði innanlands og á alþjóðavettvangi, og ljósmyndir háns eru hluti af safneign bókasafna MoMA, Tate og Met.

Sadie útskrifaðist frá Yale, hlaut Fulbright-styrk og hefur starfað sem gestakennari við Yale, Harvard og NYU.

Sadie býr og starfar í Reykjavík. Hán kennir við Myndlistaskólann í Reykjavík og Ljósmyndaskólann, rekur sýningarrýmið Gallery Kannski, og situr í stjórn Nýlistasafnsins.

Sýningar

D51 Sadie Cook og Jo Pawlowska: Allt sem ég vil segja þér

Skoða