Joanna Jo Pawlowska (f. 1990, hán) er listamaður og sýningarstjóri. Hán býr og starfar á Íslandi.
Í þverfaglegri listsköpun sinni skapar Jo náin, vangaveltukennd en oft á tíðum leikræn verk þar sem stafræni heimurinn, stafrænar leifar, endurhugsaðir líkamir og hinn efnislegi veruleiki mætast og fléttast saman.
Frá árinu 2016 hefur Jo verið hluti af listadúettinum Brokat Films, ásamt málaranum og þrívíddarhönnuðinum Sasa Lubińska. Dúettinn skoðar tengsl milli texta, netsagna, stafrænnar framsetningar og myndlistar, og rannsakar samspil kynjaðra líkama og þátta úr líffræði manneskjunnar og annarra lífvera í stafrænum veruleika. Sýningar þeirra sækja gjarnan innblástur í samtímalist, netmenningu, hinsegin-/trans fræði og fagurfræði.
Jo starfar einnig sem sýningarstjóri Hamraborg festival, árlegrar listahátíðar í Kópavogi. Á árunum 2020–2022 var hán meðsýningarstjóri Midpunkt, listamannarekins sýningarrýmis í Hamraborg. Árið 2024 hlaut hán listamannalaun frá Rannís, Rannsóknarmiðstöð Íslands.
D51 Sadie Cook og Jo Pawlowska: Allt sem ég vil segja þér
Skoða