Berg­lind Jóna Hlyns­dóttir

Berglind Jóna Hlynsdóttir

Berglind Jóna Hlynsdóttir (f. 1979) hóf feril sinn sem ljósmyndari áður en hún hóf nám í myndlist. Hún lauk BA gráðu frá Listaháskóla Íslands 2006 og MA gráðu frá Valand School of Fine Arts í Svíðþjóð árið 2010.

Berglind Jóna hefur tekið þátt í samsýningum og samstarfsverkefnum víða um heim, en þetta er fyrsta einkasýning hennar í opinberu safni. 

Viðfangsefni hennar eru margvísleg en spyrja gjarnan spurninga er snúa að almenningsrýmum. Í borgarsamfélagi, þar sem umhverfið er manngert og hver staður er hannaður í einhverjum tilgangi, kannar Berglind umhverfið út frá sögu og væntingum sem samfélagið ber til þeirra. Í verkinu Class Divider fjallar Berglind um ákveðið fyrirbæri sem er hannað í þeim tilgangi að aðgreina flugfarþega. Class divider sem þýðir einfaldlega stétt-skipting, vekur upp spurningar um það hvernig við búum til tæki og kerfi til að flokka fólk eftir samfélagstöðu á hinum ýmsu stöðum. 

Af nýlegum sýningum sem Berglind Jóna hefur tekið þátt í má nefna samsýninguna Double Bind í Visaginas, Litháen (2015), verkið Gangverkið- Endurminningar klukkunnar á Lækjartorgi, sem var sett upp í almenningsrými í Reykjavík, Ísland (2014). Á meðal alþjóðlegra sýninga sem hún hefur tekið þátt í eru „4th International Sinope Biennal - Wisdom of Shadow: Art in the Era of Corrupt Information“ í Tyrklandi (2012).

Berglind var valin til að keppa um Hasselblad verðlauninn: Victor Stipendium og tók þátt í tveimur sýningum á þeirra vegum: New Nordic Photography í Hasselblad Center, Gautaborg og Center For Photography, Stokkhólmi (2010)..

Sýningar

Berglind Jóna Hlynsdóttir: Class Divider

D25 Berglind Jóna Hlynsdóttir: Class Divider

Skoða
Haustlaukar - Ný myndlist í almenningsrými. Ljósmynd: Ásgerður Birna.

Haustlaukar − Ný myndlist í almannarými

Skoða