VIÐEY FRIÐEY - spenn­andi sumar­nám­skeið fyrir 8 og 9 ára börn afrit afrit

til

VIÐEY FRIÐEY - spennandi sumarnámskeið fyrir 8 og 9 ára börn afrit afrit

VIÐEY FRIÐEY - spennandi sumarnámskeið fyrir 8 og 9 ára börn afrit afrit

Viðey

til

Hefur þú komið í gamla skólahúsið í Viðey?Hefur þú séð Friðarsúluna í Viðey?Við bjóðum upp á spennandi vikunámskeið fyrir 8-9 ára börn (fædd 2016 og 2017) í friðsælu náttúruperlunni Viðey. Opnað verður fyrir skráningar um páska – fylgist með.

Börnin nema land, upplifa sögu og náttúru eyjarinnar í gegnum skapandi og listrænt starf innan- og utandyra. Þau fá að kynnast gamla skólahúsinu í Viðey sem var hluti af þorpinu sem hvarf. Í nýuppgerðu skólahúsinu er sérlega góð aðstaða til tilrauna og rannsókna á gersemum náttúru eyjunnar sem verða notaðar sem efniviður í myndlistarsköpun og leiki. Unnið verður sérstaklega með friðarupplifun í gegnum listir, leiki, markvissa útiveru og hreyfingu. Markmið námskeiðsins er að hver og einn þátttakandi fái að njóta sín á eigin forsendum undir handleiðslu fagfólks. Leitast verður við að skapa ævintýralegt umhverfi fyrir börnin án snjalltækja, þar sem þau munu skapa nýjar minningar í hópi jafningja. Fjöldi barna er takmarkaður á námskeiðinu, að lágmarki 12 börn og að hámarki 15 börn. Viðey-Friðey er samstarfsverkefni Borgarsögusafns og Listasafns Reykjavíkur sem hlaut styrk úr Barnamenningarsjóði. Nánari lýsing: Tímasetning námskeiða: Námskeið 1: 10. – 13. júní Námskeið 2: 16. – 20. júní Námskeið 3: 23. – 26. júní Kennarar námskeiðsins taka á móti börnunum við bryggjuna á Skarfabakka og ferjan siglir af stað stundvíslega kl. 09:00 á hverjum morgni. Þess vegna er gott að mæta allavega 15 mínútur fyrr, svo það gefist tími til að spjalla við kennara ef eitthvað er. Ferjan kemur til baka á Skarfabakka kl. 15:45. Praktísk atriði: Börnin þurfa að hafa með sér nesti fyrir daginn (hádegismat, morgun- og síðdegishressingu), skjólgóðan fatnað og góða skó. Gott er að hafa nesti og aukafatnað í bakpoka því það er um 20-30 mínútna gangur frá bryggjunni í Viðey og í skólahúsið þar sem námskeiðið fer að stórum hluta fram. Heimsókn í Viðey felur í sér töluverða útiveru og gott er að hafa í huga að hvassara getur verið í eynni en á landi. Göngustígar liggja um graslendi sem getur verið blautt og suma dagana verður farið í fjöru. Einnig er nauðsynlegt að börnin komi með inniskó þar sem gólf skólahússins er gróft. Síðasti frestur til að hætta við skráningu og fá reikning felldan niður er tveimur vikum fyrir upphafsdag námskeiðs. Verð: 37.000 kr. fyrir 4-daga námskeið 20% afsláttur fyrir systkini Opnað verður fyrir skráningar um páska – fylgist með. Kennarar: Námskeiðið er kennt af reynslumiklu fagfólki.