
Hafnarhús
til
Verið velkomin að fagna útgáfu bókarinnar Jörð / Earth með verkum Bryndísar Jónsdóttur, sem hún byggir á táknkerfi íslensku fjármarkanna, en þau hafa fylgt þjóðinni frá fornu fari.
Bryndís hefur alltaf farið eigin leiðir í listsköpun sinni. Hún sækir innblástur í náttúruna og leitast við að ná fram hinu lífræna úr ólíkum efnivið. Sýlthamrað, þrístigað eða heilrifað, hún útfærir mörkin í volduga leir- og járnskúlptúra, massíft gler og viðkvæm grafíkverk og efniskenndin er áþreifanleg.
Bókin er enn eitt verkið, unnin af hönnunartvíeykinu í Studio Studio, Birnu Geirfinnsdóttur og Arnari Frey Guðmundssyni, og hlutu þau nýlega tilnefningu til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna fyrir það. Léttar veitingar og bókin á góðu verði í tilefni dagsins.