Hafnarhús
30. mars 2025, 20:00 til 21:00
Í fyrirlestrinum fjallar listfræðingurinn Marta Czyz um sýningargerð byggða á arkífum með áherslu á sögu samfélagshreyfinga í samhengi við samtímann. Hún segir frá vinnu sinni sem sýningarstjóra á Feneyjartvíæringnum 2024 þar sem hún vann með úkraínskum listamönnum á tímum öfga-hægri stjórnar.
Marta Czyż er listfræðingur, sjálfstæður sýningarstjóri og gagnrýnandi sem býr og starfar í Varsjá. Hún var sýningarstjóri pólska skálans á Feneyjatvíæringnum árið 2024 (með sýningu frá úkraínska hópnum Open Group). Hún rannsakar sögu sýninga í Póllandi og starfsvið sýningarstjóra. Frá árinu 2019 hefur hún einbeitt sér að úkraínskri list. Marta útskrifaðist í listfræðideild í Varsjá háskóla, lauk sýningarstjóranámi við Jagiellonian háskólann í Kraká. Hún var Erasmus nemi við Freie Universitat í Berlín. Hún hefur verið með sýningar í CCA Ujazdowski kastalanum í Varsjá, Zachęta National Gallery of Art í Varsjá, BWA Zielona Góra (Póllandi), MOS Gorzów (Póllandi) og Þjóðminjasafninu í Szczecin (Póllandi) og fleira. Árið 2020 stýrði hún Festival of Ephemeral Arts í Sokolowsko (Póllandi)og Youth Triennale í Center for Polish Sculpture í Oronsko (Póllandi). Árið 2022 sýningarstýrði hún sýningunni „Samfélag vonleysis“ í History Meeting House í Varsjá (með Yuriy Biley). Hún skrifar reglulega texta fyrir sýningar og skrifar gagnrýni í blöð og tímarit. Árið 2015 gaf hún út (ásamt Juliu Wielgus) bókina "Í ramma sýningarinnar - samtöl við sýningarstjóra". Marta er styrkhafi pólska menningarmálaráðuneytisins. menntamálaráðherra og er meðlimur í AICA.
Umræðuþræðir er samstarfsverkefni Myndlistarmiðstöðvar, Listaháskóla Íslands, og Listasafns Reykjavíkur. Í tengslum við verkefnið hefur allt frá árinu 2012 verið boðið hingað til lands fólki sem nýtur viðurkenningar í hinum alþjóðlega listheimi, ýmist á sviði listsköpunar, fræðastarfa eða sýningarstjórnunar. Lagt hefur verið upp með að skapa vettvang hérlendis fyrir alþjóðleg tengsl og umræður; gestirnir kynnast íslensku listalífi, stunda gestakennslu um leið og þau kynna eigin verk og hugðarefni með opnum fyrirlestrum í safninu.