Samtal lista­manns og sýning­ar­stjóra | Finnur Arnar með verk í vinnslu

til

Samtal listamanns og sýningarstjóra | Finnur Arnar með verk í vinnslu

Samtal listamanns og sýningarstjóra | Finnur Arnar með verk í vinnslu

Ásmundarsafn

til

Finnur Arnar og Sunna Ástþórsdóttir sýningarstjóri í samtali um sýningu Finns í Ásmundarsafni laugardaginn 15. febrúar kl. 14.00.

Finnur Arnar Arnarson vinnur oftar en ekki með samband manns og umhverfis í verkum sínum. Hugmyndum sínum finnur hann form í margskonar miðlum, s.s. skúlptúr, innsetningum og ljósmyndum.

Verk Finns Arnar eru allajafna á mörkum náttúru, mennsku og menningar - þau eru hugleiðingar um smæð mannsins gagnvart stærri og sterkari öflum og hvernig sú staðreynd breytir skynjun okkar á eigin tilveru.

Undraland er verkefni tileinkað sögu Ásmundarsafns. Þar var heimili og vinnustofa Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara (1893-1982) sem hann hannaði sjálfur og byggði á árunum 1942-1950. Þá fjóra áratugi sem listamaðurinn starfaði í húsinu var það vettvangur frjórrar listsköpunar. Yfir allt árið 2025 er listamönnum boðin aðstaða í húsinu til þess að vinna að eigin verkum í vinnslu eða hvers konar ferli.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir Árskorts- og Menningarkorthafa, frítt fyrir yngri en 18 ára.

Gestir eru beðnir að skrá sig á viðburðinn: https://forms.office.com/e/WAvaPP4EmJ