Samtal lista­manns og sýning­ar­stjóra | D53

til

Samtal listamanns og sýningarstjóra | D53

Samtal listamanns og sýningarstjóra | D53

Hafnarhús

til

Kristín Helga Ríkharðsdóttir myndlistarmaður og Þorsteinn Freyr Fjölnisson sýningarstjóri eiga samtal um D53 sýninguna Silkimjúk í D-sal.

Kristín Helga Ríkharðsdóttir er 53. listamaður sýningarraðarinn D–salur þar sem listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu er boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni.

Silkimjúk er ný vídeóinnsetning þar sem við fylgjum konu með óslökkvandi þrá eftir fullkomlega sléttum fótleggjum. Þessi löngun breytist smám saman í þráhyggju og óútskýranlegan ótta við stutt, dökk hár.

Kristín vinnu þvert á miðla, þar sem hún færir hugmyndir úr upplifunum, sögum og hversdagslegum fyrirbærum í ólíkar formgerðir. Í gegnum málverk, sviðsetta ljósmyndun, skúlptúra, vídeó og hljóð tekst hún á við ofurraunveruleika hversdagsleikans og skoðar spennuna milli hins náttúrulega, manngerða og sviðsetta. Með því að blanda saman því náttúrulega og manngerðu og víkka mörkin milli raunverulegs og sviðsetts, reynir hún að endurspegla þann heim sem við lifum í, þar sem mörkin milli hins sanna og hins tilbúna verða sífellt óskýrari.

Gestir eru beðnir að skrá sig á viðburðinn: https://forms.office.com/e/4xd2R4XaAA

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir Árskorts- og Menningarkorthafa, frítt fyrir yngri en 18 ára.