SAFN­ANÓTT | Sýninga­leið­sögn: Hraun­mynd­anir

til

SAFNANÓTT | Sýningaleiðsögn: Hraunmyndanir

SAFNANÓTT | Sýningaleiðsögn: Hraunmyndanir

Hafnarhús

til

Arnhildur Pálmadóttir og Andri Snær Magnússon segja frá sýningunni Hraunmyndanir í Hafnarhúsi á Safnanótt föstudaginn 6. febrúar kl. 18.00.

Lavaforming er framtíðarsýn í arkitektúr þar sem glóandi hraun er notað sem byggingarefni fyrir mannvirki og heilar borgir.

Sýningin var framlag Íslands til 19. alþjóðlegu arkitektasýningar Feneyjatvíæringsins árið 2025. Sýningin segir sögu framtíðarsamfélags sem hefur lært að temja hraunflæði, nýta sér það og þannig breytt staðbundinni ógn í tækifæri til sköpunar.