
Hafnarhús
til
Unfiled er tvíhöfða skepna þeirra Atla Bollasonar og Guðmundar Úlfarssonar. Þeir hófu sitt samstarf í Mengi árið 2019 með röð tilraunakenndra sjónleika. Listsköpun þeirra hverfist enn um lykilhugmyndir sem komu fram á þessum fyrstu mánuðum: endurómun (bókstaflega og sem myndhverfingu), ferlana að baki merkingarsköpun, sjónrænan spuna, minningar, drauga, suð. Fyrsta plata þeirra kom út síðasta vor og var líkt við Emptyset og Ben Frost meðal annarra. Reykjavík Grapevine tilnefndi Unfiled nýverið bestu tónleikasveit ársins 2025.
MOTET er dúó þeirra Owens Hindley og Þorsteins Eyfjörð. Þeir bræða hið vélræna saman við hið lífræna, finna fegurð í hnignun og glæða dystópíur vonarglætu. Fyrsta plata þeirra, skífan 0.5, kom út í árslok 2024.