SAFN­ANÓTT | Samtal lista­manns og sýning­ar­stjóra um Blómstrandi framtíð

til

SAFNANÓTT |  Samtal listamanns og sýningarstjóra um Blómstrandi framtíð

SAFNANÓTT | Samtal listamanns og sýningarstjóra um Blómstrandi framtíð

Hafnarhús

til

Katrín Elvarsdóttir litstamaður og Bryndís Erla Hjálmarsdóttir sýningarstjóri veita leiðsögn um sýninguna Blómstrandi framtíð í Hafnarhúsi.

Á sýningunni Blómstrandi framtíð beinir Katrín sjónum sínum að plöntum sem hafa ferðast milli heimkynna.

Í verkunum mætast grípandi fegurð og hugleiðingar um uppruna. Hún veltir fyrir sér hvað það þýðir að tilheyra, að festa rætur – vera aðfluttur og samt hluti af heild.

Fjórar seríur sýningarinnar fjalla um inngrip mannsins í náttúruna: Plöntur eru fluttar á milli staða sem gjafir, sem eign, fyrir forvitnissakir eða í nafni rannsókna og framþróunar. Í forgrunni eru fjórar tegundir; kirsuberjatré, bananatré, fenjagreni og kínversk plastblóm, sem hver um sig býr yfir langri og áhugaverðri sögu sem tengir saman ólíkar heimsálfur.