SAFN­ANÓTT 2026 | Lista­safn Reykja­víkur

til

SAFNANÓTT 2026 | Listasafn Reykjavíkur

SAFNANÓTT 2026 | Listasafn Reykjavíkur

Hafnarhús

til

Safnanótt verður haldin hátíðleg föstudag 6. febrúar 2026 þar sem gestum býðst að líta við á söfn og sýningar víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu sem verða opin frameftir kvöldi.

Í Listasafni Reykjavíkur verður boðið upp á stútfulla dagskrá af spennandi viðburðum.

Söfn og menningarstofnanir opna dyr sínar með fjölbreyttum viðburðum, sýningum og lifandi upplifun fyrir alla aldurshópa. Komdu, uppgötvaðu nýjar sýningar og viðburði – og láttu koma þér skemmtilega á óvart!

Dagskrá Safnanætur 2026

HAFNARHÚS | 18:00–23:00

18:00–23:00
H-bar og tónlist.

18:00–18:45
Hraunmyndanir – Arnhildur Pálmadóttir og Andri Snær segja frá framlagi íslands á Feneyjartvíæringnum í arkitektúr.

19:00–19:45
Blómstrandi framtíð – Katrín Elvarsdóttir og Bryndís Erla Hjálmarsdóttir veita leiðsögn um sýninguna.

20:00-20:45
Erró Remix – Leiðsögn um sýninguna.

21:00–23:00
Sjónleikar – Unfiled og MOTET Tvær sjónsveitir - hljómsveitir sem leggja jafn mikið upp úr örvun augna og eyrna og starfa á mörkum tónlistar og myndlistar - leiða saman hesta sína í Hafnarhúsi á Safnanótt.
21:00 MOTET
22:00 Unfiled

KJARVALSSTAÐIR | 18:00–22:00

18:00
Leiðsögn sýningastjóra um Kjarval og 20. öldin: Þegar nútíminn lagði að.

18:00–22:00
Útsaumsveisla – Saumum saman í risastórt listaverk innblásið af sýningu Kristínar Gunnlaugsdóttur: Ósagt.

18:30/19:00/19:30
Heimsókn í listaverkageymslur Kjarvalsstaða. Takmarkaður fjöldi, skráning nauðsynleg.

20:00
Ósagt – Kristín Gunnlaugsdóttir veitir leiðsögn um sýninguna.

ÁSMUNDARSAFN | 18:00–22:00

19:00
Vasaljósaleiðsögn um höggmyndagarð Ásmundar. Tilvalið fyrir fjölskyldur með börn jafnt og fullorðna.

20:00–21:00
Listamannaspjall - Listamaðurinn Finnur Arnar hefur sett niður tjaldbúðir í Ásmundarsafni og segir gestum frá verki í vinnslu.