
Hafnarhús
til
Hugo Llanes er listamaður og menningareiðbeinandi sem býr og starfar á Íslandi.
List Hugos byggist á pólitískum og samfélagslegum málefnum og spanna fjölbreytta miðla svo sem innsetningar, gjörninga og málverk. Meðal þema í verkum hans má nefna fólksflutninga, aðlögun, fylgisemd, valdastrúktúr og sjálfsmynd fólks í fyrrverandi nýlendum. Meðal nýlegra sýninga má nefna Your Addiction is the Message! í Gallery 99 – Brno House of Arts í Tékklandi; Los Primxs, gjörningur í samstarfi við Lucky 3 í Local Taller Artist-run í Xalapa, Mexíkó; Gottfariðillailla í Nýlistasafninu, Reykjavík; og Að rekja brot í Gerðarsafni, Kópavogi.
Sýningaröðin í D-sal hóf göngu sína árið 2007. Hér er listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni.