Mynd­list­ar­sýning | HEIMA

10. apríl 2025, 10:00 til 17:00

Myndlistarsýning | HEIMA

Myndlistarsýning | HEIMA

Hafnarhús

10. apríl 2025, 10:00 til 17:00

Myndlistarnámskeiðið Heima er samstarfsverkefni Listasafns Reykjavíkur, Barnaheilla og Getu hjálparsamtaka. Á sýningunni í Hafnarhúsi á Barnamenningarhátíð gefst gestum kostur á að sjá afrakstur skapandi vinnu barnanna á námskeiðinu. Sýningin verður opin til 13. apríl.

Á þessu sex vikna námskeiði hafa börn sem öll eiga það sameiginlegt að hafa fengið alþjóðlega vernd á Íslandi fengið að kynnast safneign og húsakosti Listasafns Reykjavíkur og unnið að eigin listsköpun undir handleiðslu reyndra listamanna.