Ásmundarsafn
, til
Ásmundur Sveinsson myndhöggvari hafði næmt auga fyrir fólkinu í landinu og gerði fjölda höggmynda af vinnandi fólki. Í þessari leirsmiðju veltum við fyrir okkur ólíkum hlutverkum í samfélaginu og mótum í leir. Í smiðjunni er lögð áhersla á skemmtilega og skapandi nálgun og hugað að því að höfða til þarfa og áhuga hvers og eins.
Leiðbeinandi: Anton Logi Ólafsson, myndlistarmaður og kennari.
Allt fríið verða leikir og þrautir í boði í móttökum safnanna sem börn geta leyst með hjálp fullorðinna í sýningarsölum. Frítt inn fyrir fullorðna í fylgd með börnum.