Leikum að list í Vetr­ar­fríi | Búum til bókverk!

til

Leikum að list í Vetrarfríi | Búum til bókverk!

Leikum að list í Vetrarfríi | Búum til bókverk!

Kjarvalsstaðir

til

Í þessari smiðju sækja þátttakendur innblástur í sýninguna Ólgu og búa til eigið bókverk.

Bókverk er listaverk sem er hægt að fletta eins og bók og getur verið blanda af myndum og texta. Í smiðjunni er lögð áhersla á skemmtilega og skapandi nálgun og hugað að því að höfða til þarfa og áhuga hvers og eins.

Leiðbeinandi: Maríanna Eva Dúfa Sævarsdóttir, myndlistarmaður og kennari.

Allt fríið verða leikir og þrautir í boði í móttökum safnanna sem börn geta leyst með hjálp fullorðinna í sýningarsölum. Frítt inn fyrir fullorðna í fylgd með börnum.