Leið­sögn sýning­ar­stjóra | Kristín Gunn­laugs­dóttir: Ósagt

til

Leiðsögn sýningarstjóra | Kristín Gunnlaugsdóttir: Ósagt

Leiðsögn sýningarstjóra | Kristín Gunnlaugsdóttir: Ósagt

Kjarvalsstaðir

til

Markús Þór Andrésson verður með leiðsögn um sýningu Kristínar Gunnlaugsdóttur: Ósagt, 14. desember kl. 14.00.

Kristín er einn afkastamesti og ástsælasti listamaður samtímans sem á að baki fjölmargar viðamiklar sýningar og verk víða í opinberri eigu. Hún hefur vakið athygli fyrir að vera óhrædd við að brjóta upp myndmál sitt og aðferðir. Hún sækir í aldagamlar hefðir íkonamálunar og skapar fígúratíf málverk sem byggjast á margslungnu táknkerfi. Þá vinnur hún abstraktverk sem kallast á við tjáningarmáta módernismans, sem og vandlega útfærð útsaumsverk sem byggja á skjótunnum skissum - svo nokkur dæmi séu tekin.

Á sýningunni fæst gott yfirlit yfir feril listakonunnar um leið og þar má sjá ný og óvænt verk sem sérstaklega eru unnin að þessu tilefni.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir Árskorts- og Menningarkorthafa, frítt fyrir yngri en 18 ára.

Gestir eru beðnir að skrá sig á viðburðinn.