Listakonurnar Erla og Gerla sýna verk á samsýningunni Ólgu, sem var opnuð á Kjarvalsstöðum 22. febrúar. Þær verða með leiðsögn um sýninguna á Fimmtudeginum langa, 27. febrúar kl. 20.00.
Á sýningunni er kastljósinu beint að frumkvæði kvenna í íslenskri myndlist á 9. áratugnum og afgerandi hlutverki kvenna í mótun íslenskrar listasenu á miklum umbreytingatímum.