Hafnarhús
3. apríl 2025, 17:00 til 19:00
Hver ákveður hvernig hús líta út og hvernig þeim er raðað? Hver ákveður hvort göturnar séu beinar eins og reglustikur eða hlykkist um eins og slöngur? Eru göturnar skipulagðar fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur eða fyrir bíla? Hvernig eru svæðin kringum húsin og leynist eitthvað skemmtilegt á götuhornum? Hvar og hvernig eru leiksvæðin? Hefur einhver spurt krakka hvað þeim finnst?