Hönn­un­ar­Mars | 99 ár

3. apríl 2025, 17:00

HönnunarMars | 99 ár

HönnunarMars | 99 ár

Hafnarhús

3. apríl 2025, 17:00

Í ár fögnum við 99 ára afmæli 66°Norður, og af því tilefni ætlum við að setja upp sérstaka sýningu sem ber heitið „99 ár – 867,815,464 klukkustundir“.

Nafnið er táknrænt fyrir langa sögu fyrirtækisins sem er orðið 99 ára. Það er einnig viðeigandi út frá nálgun 66°Norður sem snýr að tímalausri hönnun og gæðum en með þessu móti vill fyrirtækið leggja áherslu á mikilvægi þess að neytendur velji gæði umfram magn, og séu meðvitaðir um hvað þeir eru að kaupa. Tölur sýna að 60% af fatnaði er hreinlega hent og endar þá í urðun eða vera brenndur, og því sjaldan verið mikilvægara að kaupa fatnað sem endist og getur gengið áfram kynslóða á milli.

Á Hönnunarmars sýnum við sígildar og sögulegar flíkur í blandi við nýrri, þar má til að mynda nefna sjóstakk frá fimmta áratugnum og fatnað frá Ólympíuleikum.